Fundu fjögur lík um borð í snekkjunni sem sökk

Fjögur lík hafa fundist um borð í snekkjunni Bayesian sem sökk við strendur Sikileyjar á Ítalíu. 

BBC greinir frá að björgunaraðilar hafa þegar náð einu líki úr vatninu og vinna nú af því að koma hinu líkinu á þurrt land. 

Ítölsk yfirvöld hafa ekki staðfest nöfn þeirra sem hafa fundist í dag en fjölmiðlaflutningur gefur til kynna að minnst einn þeirra sé karlmaður. 

Fyrsta líkið sem björgunarsveitir fundu á mánudag varRecaldoThomas, sem var kokkur um borð í skipinu. 

Ítalska landhelgisgæslan við leita enn tveggja um borð í snekkjunni …
Ítalska landhelgisgæslan við leita enn tveggja um borð í snekkjunni sem sökk á mánudag. AFP

Skipstjórinn komst lífs af

Snekkjan sökk rétt fyrir utan stendur Porticello-hafnarinnar á Sikiley og hafa björgunarkafarar leitað sex einstaklinga sem voru um borð síðan þá. Fimmtán komust lífs af. 

Skipstjórinn, Nýsjálendingurinn James Cutfield, er einn þeirra sem lifði slysið af og liggur hann nú á sjúkrahúsi. Bróðir hans segir Cutfield búa að átta ára reynslu við að stýra lúxussnekkjum.

Um borð voru breski kaupsýslumaðurinn Mike Lynch og 18 ára dóttir hans Hannah Lynch, Jonathan Bloomer, stjórnarformaður, Morgan Stanley Bank International og eiginkona hans Judy Bloomer, Chris Morvillo lögmaður og eiginkona hans Neda Morvillo skartgripahönnuður.

Björgunaraðilar hífa lík upp úr vatninu.
Björgunaraðilar hífa lík upp úr vatninu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert