Hjónaskilnaðir í kjölfar forsetakosninga í Bandaríkjunum?

Donald Trump ætti kannski að fara mýkri höndum um Kamölu …
Donald Trump ætti kannski að fara mýkri höndum um Kamölu Harris vilji hann meiri stuðning kvenkyns kjósenda. Michael M. Santiago / GETTY IMAGES NORTH AMERICA / Getty Images via AFP

Pólitísk átök innan Hvíta hússins í kosningabaráttu Kamölu Harris og Donalds Trumps hafa varpað ljósi á verulegan mun á áliti kven- og karlkyns kjósenda, samkvæmt skoðanakönnunum og sérfræðingum.

Demókratinn Harris, sem er af afrísk-jamaískum og suðurasískum uppruna, keppist nú um að verða fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna. Henni er stillt upp á móti Trump sem er þekktur fyrir að láta niðrandi ummæli falla um konur og er talsmaður þess að takmarka rétt til þungunarrofs.

Í skoðanakönnun CBS sem birt var í vikunni sögðust 56% kvenna myndu kjósa Harris en 55% studdu Trump. Munurinn er mun meira afgerandi í skoðanakönnun New York Times sem sýnir að 56% kvenkyns kjósenda segjast styðja Harris en einungis 35% þeirra Trump.

Til samanburðar sögðust 52% karlkyns kjósenda styðja repúblikana og 39% myndu kjósa Harris í sömu könnun.

Konur þola ekki gagnrýnina á Harris

Það þekkist að í mörg ár hafi kvenkyns kjósendur frekar hallast að demókrötum en munurinn í þessum kosningum sé gríðarlegur. Samkvæmt sérfræðingi CNN hafi þetta bil aldrei sést áður og tók hann svo djúpt í árinni að segja að vænta megi fjölda hjónaskilnaða í kjölfar kosninganna.

Sami sérfræðingur bendir á að það fari verulega fyrir brjóstið á konum hvernig Trump geri lítið úr útliti Harris, gáfum hennar og jafnvel hlátri.

Árásir Trumps eru sagðar hafa að einhverju leyti styrkt demókrata í baráttunni og að myndskeið sem birtist, þar sem Harris var kölluð „barnlaus kattakona“ sem ætti engan beinan þátt í „framtíð landsins“, hafi valdið miklu uppnámi.

„Kalmennskan er miðjan í herðferð Trumps,“ sagði Sabrina Karim, dósent við Cornell-háskóla. „Hann er stanslaust að bera sig saman við aðra karlmenn, lýsir því hve aðlaðandi og sterkur hann er í samanburði við aðra menn og gerir oft lítið úr konum, sem eru lykilatriði svokallaðrar ofurkarlmennsku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert