Skutu niður fjölda dróna um og yfir Moskvu

Ekki hefur verið tilkynnt um neitt tjón.
Ekki hefur verið tilkynnt um neitt tjón. AFP/Alexander Nemenov

Rússar skutu niður 11 úkraínska árásardróna um og yfir Moskvu, höfuðborg Rússlands, í nótt samkvæmt rússneska varnarmálaráðuneytinu. 

„Þetta er ein stærsta tilraun sem gerð hefur verið til að ráðast á Moskvu með drónum,“ sagði Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu.

Borgastjórinn segir að engar tilkynningar hafi borist yfirvöldum um tjón eða slys á fólki.

Árásir á Moskvu fátíðar

Árásin á sér stað á sama tíma og Úkraínumenn hafa hertekið yfir þúsund ferkílómetra svæði í Kúrsk-héraði í Rússlandi.

Drónaárásir á Moskvu eru fátíðar, en Rússar sögðust í maí hafa grandað dróna utan höfuðborgarinnar og því þurfti að setja ferðatakmarkanir á tvo stóra flugvelli í borginni í tæpa klukkustund.

Úkraínumenn hafa aðallega beint spjótum sínum að olíu- og gasvinnslustöðvum í Rússlandi í hefndaraðgerðum vegna árása Rússa á úkraínska orkuinnviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert