Þrír skólastarfsmenn skotnir til bana í Bosníu

Þrír skólastarfsmenn létu lífið í skotárás.
Þrír skólastarfsmenn létu lífið í skotárás. AFP/Elvis Barukcic

Þrír starfsmenn í framhaldsskóla í norðvesturhluta Bosníu voru skotnir til bana í dag af vinnufélaga sem reyndi síðan að svipta sig lífi, að sögn lögreglu.

Atvikið átti sér stað um klukkan 10 að staðartíma í bænum Sanski Most þegar kennarar voru saman komnir til að undirbúa komandi skólaár. Nemendur voru ekki viðstaddir á þessum tíma, segja innlendir fjölmiðla.

Stóð frammi fyrir ákæru 

Árásarmaðurinn særðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús í Banja Luka. Lögreglan hefur ekki gefið upp hvata fyrir árásinni en fjölmiðlar í Bosníu herma að maðurinn hafi staðið frammi fyrir ákæru vegna agabrots. 

Síðasta skotárásin í skóla á Balkanskaga átti sér stað í maí 2023 í Belgrad, þegar unglingur skaut 10 manns til bana, þar af níu samnemendur sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert