Auðjöfurinn Mike Lynch meðal hinna látnu

Enn er leitað síðustu manneskjunnar af snekkjunni sem sökk úti …
Enn er leitað síðustu manneskjunnar af snekkjunni sem sökk úti fyrir ströndum Sikileyjar. Alberto PIZZOLI / AFP

Lík breska auðjöfursins, Mike Lynch, hefur þegar komið í leitirnar eftir að snekkja hans sökk undan ströndum Sikileyjar á mánudag. Kafarar halda áfram leitinni að sjöttu manneskjunni sem enn er saknað, 18 ára dóttur hans, Hönnuh Lynch.

Þegar hafa sex lík fundist, eitt þeirra stuttu eftir að stormur hvolfdi snekkjunni 700 m frá Porticello á Sikiley og fimm í gær. Öllum líkunum hefur verið komið á land.

Meðal gesta á snekkju auðjöfursins voru Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, og eiginkona hans, Judy. Þau voru tvö hinna látnu sem fundust í flakinu við leit kafara í gær.

Fjölskylda Bloomer segir sorgina ólýsanlega og að Jonathan og Judy hafi verið mikið fjölskyldufólk og hafi unað tímanum með nýju barnabörnunum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka