Fundu næststærsta demant heims

Fram að þessu hefur Sewelo-demanturinn verið sá næsstærsti í heiminum. …
Fram að þessu hefur Sewelo-demanturinn verið sá næsstærsti í heiminum. Hann er sést hér til sýnis í París, höfuðborg Frakklands. AFP/Stephane De Sakutin

Gríðarstór, 2.492 karata demantur, sá næststærsti í heiminum, fannst í Botswana í Afríku, að sögn kanadíska námufyrirtækisins sem fann steininn.

Demanturinn fannst í demantanámunni Karowe í norðausturhluta Botswana með notkun gegnumlýsingartækni.

Kanadíska fyrirtækið Lucara Diamond Corp. greindi í yfirlýsingu sinni hvorki frá virði steinsins né gæðum hans. En miðað við fjölda karata er steinninn sá næststærsti sem hefur fundist í heiminum á eftir Cullinan-demantinum, 3.016 karata, sem fannst í Suður-Afríku árið 1905.

„Við erum himinlifandi vegna fundarins á þessum ótrúlega 2.492 karata demanti,“ sagði William Lamb, forstjóri Lucara, í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert