Interpol lýsir eftir 24 ára Íslendingi

Þórir Kolka Ásgeirsson er 24 ára gamall.
Þórir Kolka Ásgeirsson er 24 ára gamall. Skjáskot/Interpol

Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir íslenskum manni á þrítugsaldri, Þóri Kolka Ásgeirssyni. 

Tilkynnt var um hvarf  hans þann 30. júlí sl. en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og tengiliður við Interpol, segir í samtali við Vísi að fjölskylda hans hafi ekki haft spurnir af honum síðan 27. júlí. 

Þórir er 24 ára gamall og löndin sem þykja líkleg að hann hafi heimsótt eru: Ítalía, Sviss og Egyptaland. Þórir er sonur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.

Um er að ræða gula tilkynningu frá Interpol sem er alþjóðleg viðvörun sem notuð er af löggæslustofnunum til að aðstoða við að finna týnda einstaklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert