Mun Kennedy lýsa yfir stuðningi við Trump?

Kenn­e­dy Jr. er son­ur Robert F. Kenn­e­dy sem var bróðir …
Kenn­e­dy Jr. er son­ur Robert F. Kenn­e­dy sem var bróðir John F. Kenn­dy, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. AFP/Josh Edelson

Robert F. Kennedy Jr. mun halda ræðu á morgun og gera margir ráð fyrir því að hann muni draga forsetaframboð sitt til baka og jafnvel lýsa yfir stuðningi við Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana.

Kennedy mun halda ræðu á morgun í Pheonix í Arizona-ríki til að „ávarpa þjóðina“.

Fréttamiðlarnir CNN og ABC hafa heimildir fyrir því að hann muni formlega draga forsetaframboð sitt til baka og að hann sé í samræðum við kosningateymi Trumps um að lýsa yfir stuðningi við hann.

Yrði gert til að koma í veg fyrir Harris

Kennedy var spurður af ABC hvort að hann myndi lýsa yfir stuðningi við Trump og þá sagði Kennedy:

„Ég mun hvorki staðfesta það né hafna.“

Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedys, sagði í hlaðvarpsþætti á þriðjudag að framboðið væri að íhuga hvort að það ætti að taka höndum saman með Trump til að koma í veg fyrir að Kamala Harris, forsetaframbjóðandi demókrata, myndi vinna kosningarnar.

Kosningastjóri Kennedys, Amaryllis Fox, sendi kosningateyminu tölvupóst á miðvikudagsmorgun þar sem hann þakkaði þeim fyrir mikla vinnu – en gaf til kynna að ákvörðun um framhaldið hefði ekki verið tekin, að sögn heimildarmanns ABC sem þekkir til tölvupóstsins.

Fylgið dalað eftir að Harris fór fram

Kennedy hefur framan af ári mælst með yfir 10% stuðning samkvæmt RealClear Politics, sem er umtalsvert miðað við frambjóðanda sem er hvorki í framboði fyrir demókrata né repúblikana.

Aftur á móti hefur stuðningur við hann dalað yfir sumarið og þá sérstaklega eftir að Harris bauð sig fram. Nú mælist hann með 4,5% stuðning.

Þó fylgið hans sé ekki mikið á landsvísu þá geta örfá atkvæði hér og þar skipt sköpum í sveifluríkjunum fyrir bæði Trump og Harris.

Eins og mörgum er kunnugt um þá bauð hann sig upphaflega fram í forvali demókrata en ákvað svo að fara í forsetaframboð sem óháður. Á morgun kemur líklega í ljós hver hans næstu skref verða. 

Ekki er ólíklegt að Trump myndi fá smávegis auka fylgi, …
Ekki er ólíklegt að Trump myndi fá smávegis auka fylgi, þó verulega takmarkað, ef Kennedy myndi lýsa yfir stuðningi við hann. AFP/Peter Zay

CNN

ABC

RealClear Politics

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert