Vilja svipta palestínskan blaðamann Emmy-tilnefningu

Leikonurnar eru meðal 150 manns innan skemmtanaiðnaðarins sem fara fram …
Leikonurnar eru meðal 150 manns innan skemmtanaiðnaðarins sem fara fram á að Bisan Owda verði svipt Emmy-tilnefningunni. Samsett mynd/AFP/Bisan Owda

Nefnd Emmy-verðlaunahátíðarinnar (NATAS) hefur gefið út yfirlýsingu til varnar ákvörðun sinnar um tilnefningu palestínska blaðamannsins Bisan Owda fyrir fréttainnslagið Þetta er Bisan frá Gasa og ég er enn á lífi.

Innslagið var búin til í samvinnu með AJ+ og greinir frá flótta Owda og fjölskyldu hennar frá sprengjuárás á heimili þeirra í Beit Hanoun á Gasasvæðinu.

Selma Blair og Debra Messing

150 manns úr kvikmyndaiðnaðinum hafa sett nafn sitt við opið bréf samtakanna, Creative Community for Peace, sem fer fram á að Owda verði svipt tilnefningunni.

Samkvæmt The Independant eru leikkonurnar Selma Blair og Debra Messing, sem eru dyggir stuðningsmenn Ísrael, meðal þeirra sem skrifuðu undir.

Samtökin segja stefnu sína snúa að baráttu gegn gyðingahatri og sniðgöngu ísraelskrar menningar.

 

Geti stutt morð eða staðið gegn hatri

Í bréfinu var tilnefning Owda gagnrýnt og fullyrt að hún væri tengd Alþýðufylkingunni fyrir frelsun Palestínu (PFLP), sem væri skilgreind sem hryðjuverkasamtök af nokkrum vestrænum ríkjum. Owda hefur neitað tengslum við PFLP. 

„Að upphefja einhvern með skýr tengsl við PFLP viðurkennir ekki einungis hryðjuverkasamtök heldur grefur það einnig undan verðlaununum,“ sagði í bréfi samtakana.

Sagði sömuleiðis að tilnefningin væri mikið áhyggjuefni í ljósi þess að Owda tæki virkan þátt í að dreifa hættulegum lygum og gyðingahatri og styddi ofbeldi. 

„NATAS verður að ákveða sig - þau geta annað hvort stutt morðið á saklausum borgurum eða þau geta hlustað á skemmtanaiðnaðinn og staðið gegn hatri og ofbeldi.“

Ekkert sem styðji fullyrðingarnar

Formaður NATAS hefur brugðist við bréfinu og segir ekkert styðja við fullyrðingar bréfsins um tengsl Owda við PFLP.

Sömuleiðis hafi áður tilnefndar heimildarmyndir og þættir verið umdeildar eða jafnvel upphafið raddir sem sumum kunni að bjóða við. Það hafi þó ávalt verið með það að sjónarmiði að fanga alla þætti sögunar og blaðamennsku. 

Owda hlaut milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum í kjölfar 7. október en hún hefur skjalfest eyðileggingu 70 prósent innviða á Gasa af völdum hernaðar Ísraelshers. 

Hernaður Ísraels er til rannsóknar hjá Alþjóðadómstólnum sem mögulegt þjóðarmorð en fleiri en 40.000 manns hafa látið lífið í átökunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert