Fangauppreisn í Rússlandi

Myndin sem farið hefur sem eldur í sinu um rússneska …
Myndin sem farið hefur sem eldur í sinu um rússneska samskiptamiðilinn Telegram og X sem áður hét Twitter. Ljósmynd/X

Vistmenn fangelsisnýlendu skammt frá Volgograd í Suður-Rússlandi hafa sölsað byggingar fangelsisins undir sig og tekið starfsfólk þar í gíslingu sem sumt hvert mun hafa orðið fyrir líkamstjóni eftir því sem fréttastofan AFP og rússneskir fjölmiðlar greina frá.

Eftir því sem rússnesk fangelsisyfirvöld greina RIA Novosti-fréttastofunni frá var það í IK-19 Surovikino-betrunarnýlendunni sem fangarnir létu til skarar skríða og höfðu verði sína undir.

Ljósmynd, sem farið hefur frá fjölmiðlum um samskiptamiðilinn Telegram, sýnir, að því er virðist, fanga sem standa yfir blóðugum fangaverði og sagt er að annar vörður hafi látið lífið.

Þá er rússnesk sérsveit sögð komin á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert