Hét því að „feta nýja braut fram á veginn“

Kamala Harris á sviði í gærkvöldi.
Kamala Harris á sviði í gærkvöldi. AFP/Justin Sullivan

Kamala Harris tók formlega við forsetaútnefningu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í gærkvöldi við mjög góðar undirtektir í borginni Chicago.

Í ræðu sinni hét hún því að feta „nýja braut fram á veginn“ og varaði við því að Bandaríkin myndu taka skref aftur á bak ef Donald Trump bæri sigur úr býtum í forsetakosningunum í nóvember.

Hjónin Douglas Emhoff og Kamala Harris faðmast að lokinni ræðu …
Hjónin Douglas Emhoff og Kamala Harris faðmast að lokinni ræðu hennar. AFP/Andrews Caballero-Reynolds

Harris, sem er 59 ára, lagði áherslu á samstöðu og föðurlandsást í ræðu sinni.

„Í þessum kosningum hefur þjóðin okkar verðmætt tækifæri til að færa sig í átt frá bitru, kaldranalegu og sundrandi átökunum sem hafa átt sér stað, tækifæri til að feta nýja braut fram á veginn,“ sagði Harris við mikil fagnaðarlæti frá tugum þúsunda stuðningsmanna sinna.

„Og ég vil að þið vitið þetta: Ég lofa því að verða forseti fyrir alla Bandaríkjamenn.“

Tim Walz í Chicago í gærkvöldi.
Tim Walz í Chicago í gærkvöldi. AFP/Kevin Dietsch

Að ræðunni lokinni kom varaforsetaframbjóðandi demókrata, Tom Walz, upp á svið til Harris ásamt fjölskyldum þeirra beggja. Héldust þau í hendur á meðan 100 þúsund rauðum og bláum blöðrum var dreift um sviðið.

Kántríhljómsveitin The Chicks flutti sína útgáfu af þjóðsöngnum The Star-Spangled Banner og poppstjarnan Pink steig einnig á svið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert