Ísrael og Palestína í samkomulagsátt

Palestínumenn í Nuseirat-flóttamannabúðunum virða fyrir sér eyðilegginguna eftir að Ísraelsher …
Palestínumenn í Nuseirat-flóttamannabúðunum virða fyrir sér eyðilegginguna eftir að Ísraelsher jafnaði byggingu þar við jörðu í gær. Samningaviðræður í Kaíró í Egyptalandi eru sagðar komnar á rekspöl. AFP/Eyad Baba

Vopnahlésviðræður milli Ísraels- og Palestínumanna í Kaíró í Egyptalandi þokast að sögn embættismanna í Hvíta húsinu í rétta átt en um leið var það látið uppi að William Burns, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, væri nú kominn að samningaborðinu.

„Árangur hefur náðst. Nú er nauðsyn að deiluaðilar komi saman og vinni að lokaniðurstöðu,“ segir John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, og lýsir þeim viðræðum sem áttu sér stað í gær sem inngangi að hnitmiðaðri samningaumleitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert