Kennedy lýsir yfir stuðningi við Trump

Robert F. Kennedy hefur dregið framboð sitt til baka í …
Robert F. Kennedy hefur dregið framboð sitt til baka í Pennsylvaníuríki. AFP/Josh Edelson

Robert F. Kennedy hefur dregið forsetaframboð sitt til baka í tíu sveifluríkjum og lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Tók hann skýrt fram í ávarpi í kvöld að hann væri ekki alfarið hættur í framboði. 

Kennedy hefur látið fjarlægja nafn sitt af kjörseðlinum í Arizona-rík og í Pennsylvaníu og vinnur nú í því að láta fjarlægja nafn sitt í hinum sveifluríkjunum 

„Nafnið mitt veður á kjörseðlum í flestum ríkjum,“ sagði Kennedy er hann gerði þessa ákvörðun sína ljósa. Kennedy kveðst hafa tekið þessa ákvörðun í kjölfar þess að innherjakannanir hafi sýnt að ef nafn hans væri á kjörseðlinum í sveifluríkjunum myndi það frekar gagnast Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata. 

Seinna í dag heldur Trump kosningafund í Glendale og hefur kosningateymi forsetans fyrrverandi gefið því undir fótinn að „sérstakur gestur“ muni koma fram á fundinum. 

Hefur mælst með 10% stuðning

Kenn­e­dy hef­ur fram­an af ári mælst með yfir 10% stuðning sam­kvæmt RealC­le­ar Politics, sem er um­tals­vert miðað við fram­bjóðanda sem er hvorki í fram­boði fyr­ir demó­krata né re­públi­kana.

Aft­ur á móti hef­ur stuðning­ur við hann minnkað yfir sum­arið og þá sér­stak­lega eft­ir að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Nú mæl­ist hann með 4,5% stuðning.

Þó fylgi hans sé ekki mikið á landsvísu þá geta örfá at­kvæði hér og þar skipt sköp­um í sveiflu­ríkj­un­um fyr­ir bæði Trump og Harris.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert