Maduro lýstur réttmætur forseti

Nicolas Maduro er forseti Venesúela samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar þar í …
Nicolas Maduro er forseti Venesúela samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi. Federico PARRA / AFP

Hæstirétt­ur Venesúela hef­ur lýst Nicolas Maduro rétt­mæt­an sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna sem fram fóru 28. júlí. Hæstirétt­ur­inn er sagður hliðholl­ur rík­is­stjórn Maduros. 

Strax í kjöl­far úr­slit­anna sagði stjórn­ar­andstaðan að um viðamikið kosn­inga­s­vindl væri að ræða.

Í úr­sk­urði Hæsta­rétt­ar­ins seg­ir að Maduro hafi óum­deil­an­lega vottað öll kosn­inga­gögn og að þar með eru niður­stöður kosn­ing­anna lög­mæt­ar og Maduro sig­ur­veg­ari.

Stjórn­ar­andstaðan mót­mæl­ir úr­sk­urðinum

Aðeins ör­fá­um mín­út­um eft­ir að úr­sk­urður­inn var op­in­beraður mót­mælti fram­bjóðandi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, Gonza­lez Urrutia, með orðinu „void“ – sem þýðir ógilt eða núll – á sam­fé­lags­miðlin­um X. „Full­veldi fólks er ekki fram­selj­an­legt,“ bætti hann við.

Fyrr í þess­um mánuði hafði Maduro sjálf­ur beðið dóm­stóla um að meta rétt­mæti úr­slit­anna þar sem hann seg­ist hafa sigrað Urrutia með 52% at­kvæða.

Lands­kjör­stjórn hef­ur ekki gefið út töl­fræðileg­ar upp­lýs­ing­ar vegna úr­slita í kosn­ing­un­um og ber fyr­ir sig að vera fórn­ar­lamb netárás­ar. Hæstirétt­ur­inn sagði í gær að „vís­bend­ing­ar væru um stór­fellda netárás á kosn­inga­kerfið.“

Eft­ir­lits­menn telja þó að meint netárás sé af­sök­un fyr­ir því að gefa ekki upp niður­stöður at­kvæðagreiðslunn­ar.

Mis­vís­andi niður­stöður

Stjórn­ar­andstaðan seg­ir að eig­in taln­ing at­kvæða sýni að Urrutia hafi hlotið meira en 2/​3 at­kvæða.

Urrutia sagði einnig í færslu í gær að „landið og all­ur heim­ur­inn vita af hlut­drægni hæsta­rétt­ar­ins og þar af leiðandi van­getu hans til að leysa þessi átök“. Hann lýs­ir áhyggj­um yfir að úr­sk­urður­inn eigi eft­ir að auka á krepp­una í Venesúela.

Það hef­ur verið gefið út að úr­sk­urður dóm­stóls­ins sé end­an­leg­ur.

Nú þegar hafa 27 lát­ist í mót­mæl­um eft­ir kosn­ing­arn­ar í Venesúela, 190 særst og 2.400 manns hand­tekn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert