Þrír látnir eftir hnífaárás í Þýskalandi

Maðurinn er talinn hafa komist á flótta og stendur nú …
Maðurinn er talinn hafa komist á flótta og stendur nú yfir víðtæk leit að honum. AFP/Ina Fassbender

Þrír eru látnir og fjórir særðir eftir að maður réðst á fólk með hníf á bæjarhátíð í Solingen í Þýskalandi. 

Talsmaður lögreglunnar í Düsseldorf, sem er næsta sveitarfélag við Solingen, segir lögregluna hafa ráðist í víðtæka leit að hinum grunaða. Komst hann á flótta undan lögreglu. Er fólk á svæðinu hvatt til þess að halda sig fjarri á meðan leit lögreglu stendur yfir. 

Verið var að halda upp á 650 ára afmæli Solingen er árásin var gerð. 

Lögreglan leitar mannsins á stóru svæði.
Lögreglan leitar mannsins á stóru svæði. AFP/Ina Fassbender
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka