Einn hefur verið handtekinn í tengslum við hnífaárásina sem var framin í þýsku borginni Solingen í gær. Þrír létust í árásinni og fimm eru alvarlega særðir.
Þýski fréttamiðillinni Tagesschau greinir frá.
Rannsókn og leit að öðrum mögulegum gerendum er enn í fullu gangi.
Verið var að halda upp á 650 ára afmæli Solingen er árásin var gerð. Lögregla hefur rætt við fórnarlömb árásarinnar sem og vitni.