„Ferrari-flóttamaður“ eftirlýstur í Bandaríkjunum

Joshua Cartu látinn laus úr haldi í St. Pétursborg í …
Joshua Cartu látinn laus úr haldi í St. Pétursborg í dag. Olga MALTSEVA / AFP

Rússneskur dómstóll sleppti í dag kappakstursbílstjóranum Joshua Cartu eftir að hann var handtekinn fyrr í vikunni í St. Pétursborg. Ástæða handtökunnar var sú að hinn svokallaði „Ferrari-flóttamaður“ var eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna ásakana um fjársvik sem hljóða upp á milljónir dollara.

Cartu er með ísraelskan og kanadískan ríkisborgararétt. Á þriðjudag gaf utanríkisráðuneyti Kanada út að ráðuneytið hefði vitneskju um handtökuna og bauð fram ræðisaðstoð. 

Héraðsdómur í St. Pétursborg ákvað að hætta málsmeðferð á grundvelli þess að engin opinber framsalsbeiðni hefði borist frá Bandaríkjunum.

Áhrifavaldur sem sveik fjárfesta

Cartu var hnepptur í varðhald vegna þess að sem ísraelskur ríkisborgari gat hann ferðast frjáls frá Rússlandi. Hann er rauðmerktur hjá Interpol vegna ásakana um að vera hluti af hópi sem sveik fjárfesta í Bandaríkjunum um 60 milljónir dollara á árunum 2013-2017. Ásamt Cartu eru bræður hans grunaðir um aðild í málinu.

Cartu sjálfur er með hundruð þúsunda fylgjenda á samfélagsmiðlum sem sýna glamúr-lífsstíl hans.

Bandaríkin og Rússland eru ekki með framsalssamning sín á milli en í byrjun mánaðar fóru fram söguleg fangaskipti milli landanna tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert