Geimfararnir strand í átta mánuði

Barry “Butch” Wilmore og Sunita “Suni”Williams eru strönduð í geimnum.
Barry “Butch” Wilmore og Sunita “Suni”Williams eru strönduð í geimnum. Handout / NASA / AFP

Tveir bandarískir geimfarar sem hafa mátt dúsa í Alþjóðlegu geimstöðinni  í ellefu vikur í stað átta daga líkt og upphaflega stóð til, verða sóttir af af geimfari keppinautarins, SpaceX í febrúar næstkomandi.

Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Nasa, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, í dag. 

Heimkomu Barry „Butch“ Wilmore og Sunita „Suni“ Williams frestaðist vegna bilunar í þrýstibúnaði fyrsta mannaða Boeing geimfarsins.  

Nasa hefur gefið það út að geimfararnir séu væntanlegir í febrúar með Space X og að Boeing Starliner farið muni snúa aftur mannlaust þar sem ekki þykir óhætt að hafa skipið mannað á leið til baka. 

Starliner er fyrsta mannaða geim­far úr smiðju Boeing en fyr­ir um ára­tugi gerði Boeing samn­ing við NASA um að smíða geim­för handa stofn­un­inni. Um er að ræða til­rauna­flug til þess að búa geim­farið und­ir stærra verk­efni á næsta ári þar sem það á að ferja fólk til og frá ISS.

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að með því að senda Starliner mannlaust til baka sé verið að takmarka áhættu fyrir áhöfnina og að unnt verði að halda áfram gagnasöfnun fyrir Starliner.

Niðurstaðan er áfall fyrir Boeing því geimfararnir munu þurft að dvelja í 8 mánuðum á sporbraut í stað 8 daga eins og upphaflega var áætlað.

Heimkoman sett á bið

Eftir margra ára þróun Starliner tók geimfarið loks af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í júní með tvo gamalreynda geimfara innanborðs.

Þann 6. júní, þegar Starliner nálgaðist geimstöðina, greindu Nasa og Boeing helíumleka og fleiri bilanir sem gerðu vart við sig. Reynt var að greina vandamálið ítarlegar og laga, bæði af geimförunum sjálfum og á jörðu niðri.

Stærsta áhyggjuefnið var að Starliner hefði ekki drifkraft til að leggja út af sporbraut og lækka flug til jarðar.

Boeing gegnt Space X

Bilanir í  Starliner eru enn eitt áfallið fyrir Boeing sem hefur undanfarin ár þurft að glíma við áhyggjur af öryggi og gæðaeftirliti félagsins.

Geimfar frá Space X, sem er í eigu Elon Musks, er eina geimfarið sem hýst hefur geimfara undanfarin fjögur ár.

Nasa hefur gefið út að geimfararnir sem strandaðir eru hafi nóg af birgðum, séu þjálfaðir fyrir lengri dvöl og hafi næg verkefni fyrir stafni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert