Hefja manndrápsrannsókn vegna Bayesian-sjóslyssins

Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hugsanlega glæpi, og jafnvel manndráp, sem gætu tengst snekkjunni Bayesian sem sökk undan ströndum Sikileyjar á mánudag.

Sjö manns fórust í slysinu, þar á meðal auðjöfurinn Mike Lynch. Lík Hönnuh Lynch, 18 dóttur hans, fannst í gær og því er talið að öll lík séu fundin.

Á blaðamannafundi í dag ítrekuðu saksóknarar að rannsókn málsins væri enn á frumstigi en skipið sökk á mánudag í framhaldi af stormi undan ströndum Sikileyjar.

Lík auðjöfursins Mike Lynch er fundið eftir að snekkja hans, …
Lík auðjöfursins Mike Lynch er fundið eftir að snekkja hans, Bayesian, sökk undan ströndum Sikileyjar á mánudag. AFP

Hafa ekki útilokað neitt

„Saksóknaraembættið í Termini Imerese hefur skráð mál gegn óþekktum aðilum þar sem tilgátan varðar glæp sem tengjast skipbroti af gáleysi og nokkrum manndrápum af gáleysi,“ sagði Ambrogio Cartosio, yfirsaksóknara í Termini Imerese, á blaðamannafundinum í dag.

„En við erum aðeins á byrjunarstigi,“ bætti Cartosio við. Þess vegna gætu saksóknarar ekki útilokað neitt. Hann kallaði skipbrotið „mjög alvarlegan harmleik“.

Björgunarbátar við leitar að Bayesian-snekkjunni.
Björgunarbátar við leitar að Bayesian-snekkjunni. AFP

Hinn 59 ára Lynch hafði boðið vinum og fjölskyldu á snekkjuna til að fagna sýknu í stóru fjársvikamáli í Bandaríkjunum. Svo virðist sem snekkjan hafi lent í smáum hvirfilbyl á mánudag.

Fimmtán manns var bjargað þann sama dag og eitt lík fannst, sem í dag kom í ljós að hafi verið kokkurinn á bátnum.

Umfangsmikilli leitaraðgerð var hrundið af stað þann næsta dag. Fjögur lík vina Lynch fundust í snekkjunni á miðvikudag. Lík Lynch fannst á fimmtudag og lík dóttur hans fannst í gær.

Ambrogio Cartosio, yfirsaksóknara í Termini Imerese, á blaðamannafundinum í dag.
Ambrogio Cartosio, yfirsaksóknara í Termini Imerese, á blaðamannafundinum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert