„Heldurðu að þú hafir fallið úr kókoshnetutré?“

Kamala Harris
Kamala Harris ANDREW HARNIK

Tiktok-reikningur framboðs Kamölu Harris hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en Harris kann að hafa fundið veginn að hjörtum og atkvæðum Z-kynslóðarinnar.

Reikningurinn notast óspart við nýjustu strauma miðilsins hvað varða notkun tónlistarsmella, brandara og svokölluð Tiktok-hljóð sem er vinsælt meðal notenda. 

Hafa margir haft orð á áhrifum brandaranna og klókum skotum á mótframbjóðandann Donald Trump sem hafa tröllriðið samfélagsmiðlum. 

Samkvæmt CNN höfðu myndbönd KamalaHQ þann 10. ágúst hlotið meira en tvöfalt áhorf á 20 dögum en myndbönd BidenHQ á fimm mánuðum. 

Hlær með netverjum

Harris er þó ekki óvön gríni á netinu en klippa úr ræðu hennar fór eins og eldur í sinu um netheima í maí í fyrra, en þar virðist varaforsetinn vera að bulla út í loftið.  

„Heldurðu að þú hafir fallið úr kókoshnetutré?“ segir Harris og hlær dátt. 

„Tilvist þín er í samhengi alls þess sem þú lifir í og því sem kom á undan þér.“ 

Harris er þekkt fyrir að vera hláturgjörn kona.
Harris er þekkt fyrir að vera hláturgjörn kona. AFP

Það þarfnast eflaust ekki útskýringa hvers vegna fólki þóttu ummælin hljóma fáránleg og samhengislaus og varð Harris aðhlátursefni í kjölfarið og margir netverjar sem kváðust ekki geta tekið hana alvarlega.

Eftir að Harris tilkynnti framboðið byrjuðu stuðningsmenn hennar aftur á móti að nota hljóðklippu af orðunum frægu og jafnvel gera fyndin lög úr klippunni. 

Virðist teymi Harris hafa tekið þá stefnu að nýta sér frægð Harris meðal yngri kynslóðana og sýna það að Harris hlægi með – enda þekkt fyrir að að vera hláturgjörn. 

Heitar gellur fyrir Kamölu frekjudós

Hefur Tiktok-miðill framboðsins, Kamala HQ, einkum vakið athygli og fjölmargir gert athugasemdir við myndböndin og sagt starfsnema samfélagsmiðla teymisins svo sannarlega eiga launahækkun skilið. 

Fylgir umsjáraðili reikningsins Tiktok-tískustraumum stíft, en þess má geta að framboð Harris var kynnt með orðunum „Kamala is brat“ eða „Kamala er frekjudós“ við eiturgrænan bakgrunn, með vísan til plötu poppstjörnunnar Charli XCX. 

Hefur framboðið ekki heldur verið feimið að fá vinsæla listamenn til að koma fram á kosningafundum sínum en sem dæmi má nefna að rapparinn Lil Jon opnaði kynninguna á landsfundi demókrata.

Kom rapparinn Meghan The Stallion einnig fram á kosningafundi Harris og hrópaði slagorðið „Heitar gellur fyrir Harris.“

Hér fyrir neðan má sjá ýmis Tiktok-myndbönd frá framboði Harris en mælst er til þess að horfa á þau með hljóði:

@kamalahq

Tim Walz has entered the race🫡

♬ original sound - The hoppers
@kamalahq

Tim Walz has entered the race🫡

♬ original sound - The hoppers



@kamalahq what @Megan Thee Stallion ♬ original sound - Kamala HQ




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert