Rússar og Úkraínumenn skiptast á 230 föngum

Úkraínskur skriðdreki við landamærahéraðið Kúrsk.
Úkraínskur skriðdreki við landamærahéraðið Kúrsk. AFP

Rússar og Úkraínumenn skiptust hvorir á 115 stríðsföngum sín á milli í dag. „115 verndurum var skilað heim í dag,“ skrifar Volodimír Selenskí Úkraínuforseti á samfélagsmiðla.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands skrifar einnig: „Sem niðurstaða í samningaviðræðum hefur 115 rússneskum hermönnum, sem teknir voru í hald á Kúrsk-svæðinu, verið skilað heim frá svæðum sem stjórnvöld í Kænugarði hafa lagt undir sig.“

Úkraínumenn réðust nýlega inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi og kom innrásin mörgum í opna skjöldu, ekki síst Rússum. Úkraínu­for­seti hefur sagt her­sveit­ir sín­ar hafa náð sett­um markmiðum í sókn sinni, sem hófst þann 6. ágúst.

Úkraínumenn hafa á þessum tíma tekið fjölda hermanna í hald í „stríðsfanga­skipta­sjóðinn“ sinn, eins og Selenskí orðar það. Hann segir að innrásin sé til þess að skapa „hlut­laust svæði“ til að verja Úkraínu frá frek­ari árásum Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert