Sprenging við samkunduhús í Frakklandi

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP/Pascal Guyot

Kveikt var í tveimur bílum fyrir utan samkunduhús í bænum La Motte í suðurhluta Frakklands í dag sem olli sprengingu. Lögregla telur að gaskúti hafi verið komið fyrir í öðrum bílnum. Einn lögreglumaður slasaðist í sprengingunni.

Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakka, segir að um árás gegn gyðingum hafi verið að ræða. Hann sendir gyðingum stuðningskveðjur, en Attal ætlar að heimsækja svæðið í dag ásamt Gerald Darmanin innanríkisráðherra.

Darmanin segir í yfirlýsingu á X að ljóst sé að um glæpsamlegt athæfi sé að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert