Táningur tekinn höndum í tengslum við stunguárásina

Lögreglan á vettvangi árásarinnar í Solingen, þar sem þrír á …
Lögreglan á vettvangi árásarinnar í Solingen, þar sem þrír á aldursbilinu 56-67 ára voru stungnir til bana. AFP

Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið 15 ára dreng vegna rannsóknar á umfangsmikilli stunguárás í borg­inni Sol­ingen í gær. Þrír lét­ust í árás­inni og fjórir eru þungt haldnir.

Drengurinn er grunaur um að hafa vitað af árásinni fyrir en ekki tilkynnt hana til lögreglu. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Lögreglan hefur enn ekki borið kennsl á árásarmanninn en á blaðamannafundi í dag upplýsti hún um aldur og kyn fórnarlambanna.

Leita enn að árásarmanninum

Tveir menn, annar 67 ára og hinn 56 ára, og ein kona 56 ára að aldri voru drepin í árásinni. Af þeim átta sem eru særðir eru fjórir í lífshættu.

Verið var að halda upp á 650 ára af­mæli Sol­ingen er árás­in var gerð. Lög­regla hef­ur rætt við fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar sem og vitni.

Tilgangur árásarinnar er enn óljós en lögregla hefur ekki útilokað tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundinum í dag að hann mælti gegn því til fólks að geta sér til um ástæður á bak við árásarinnar.

Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi ekki þekkt fórnarlömbin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert