Einungis „fyrsti áfangi“ árása á Ísrael

Hassan Nasrullah.
Hassan Nasrullah. AFP

Hassan Nasrullah, leiðtogi í Hisbollah samtakanna í Líbanon, flutti sjónvarpsávarp fyrir skemmstu þar sem hann segir að dróna og eldflaugaárás á Ísrael aðeins fyrsta áfanga í árásum á Ísrael.

Þá sagði hann hugmyndin hafi ekki verið sú að notast við nákvæmar eldflaugar að þessu sinni en sagði að samtökin gætu gripið til þeirra í náinni framtíð.

Varnarmálaráðuneyti Ísraels segir að um 100 orrustuflugvélar hafi hafi eytt þúsundum skammdrægra flugskeyta og að litlar skemmir hafi orðið á innviðum. Að sögn Nasrullah beindist árásin að herstöð en einnig hafi flugskeyti verið sent á miðstöð tækniinnviða Ísrael í norðurhluta landins. 

Að sögn forsvarsmanna ísraelska hersins höfðu samtökin ekki erindi sem erfiði og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sagt að Hesbollah geti átt von á þungum gagnárásum. 

Nasrallah er sagður hafa náin tengsl við Íran og Ayatolla Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert