Fjallað um slysið í erlendum miðlum

Breiðmerkurjökull
Breiðmerkurjökull mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkismiðlar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi hafa allir fjallað um leitina á Breiðamerkurjökli í dag.

25 manns voru í ferð á jöklunum er ísveggur gaf sig. Fjórir urðu undir ísfarginu og hefur tveimur verið bjargað. Leit stendur enn yfir að tveimur. Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. 

Á vef norska ríkisútvarpsins NRK er framvindunni gerð ítarleg skil en þar kemur fram að flestir ferðamannanna hafi verið utan hrunsins þegar það átti sér stað. Einn hafi verið fluttur slasaður á Landspítala Fossvogi en að enn sé tveggja leitað.

Í viðtali NRK við norska jarðfræðinginn Børge Johannes Wigum er farið yfir hvernig íshellar myndast og að stöðug hreyfing sé á ísnum í jöklum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert