Sýrlendingur játar sök

Þrír létust í árásinni.
Þrír létust í árásinni. AFP/Ina Fassbender

Sýrlenskur karlmaður hefur játað að hafa framið í hnífaárásina í borg­inni Sol­ingen í Þýskalandi á föstudag.  

Tveir karlmenn og ein kona létust í árásinni. Karlmennirnir voru 56 og 67 ára og konan 56 ára. Átta særðust í árásinni, en fjórir eru alvarlegar særðir. Verið var að halda upp á 650 ára af­mæli Sol­ingen er árás­in var gerð. 

Í tilkynningu frá þýsku lögreglunni segir að 26 ára gamall karlmaður hafi gefið sig fram til lögreglu og játað sök.

Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka