Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, heimsækir í dag borgina Solingen þar sem sýrlenskur maður sem talinn er tengjast Ríki íslams drap þrjár manneskjur og særði átta til viðbótar á föstudag.
Árásin hefur vakið upp umræðu um innflytjendamál í Þýskalandi á nýjan leik.
Eftir að árásarmaðurinn hafði verið einn dag á flótta gaf hann sig fram við yfirvöld og játaði verknaðinn, að sögn lögreglunnar.