F-16-þotur Úkraínu í viðbragðsstöðu

Selenskí ávarpar blaðamenn á fundi með forseta Póllands og forsætisráðherra …
Selenskí ávarpar blaðamenn á fundi með forseta Póllands og forsætisráðherra Litáens á laugardaginn. AFP/Sergei Chuzavkov

Volódimír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í dag að flugher landsins hefði gert F-16-orrustuþotur frá bandalagsþjóðum á Vesturlöndum reiðubúnar til að grípa til varna gegn dróna- og flugskeytaárásum rússneska innrásarherliðsins.

„Við höfum þegar tortímt nokkrum flugskeytum og drónum með þotunum,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi sem hann ávarpaði í Kænugarði en varðist allra frétta um frekari upplýsingar um aðgerðir hers hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert