Fjórir drepnir í umfangsmiklum árásum Rússa

Úkraínskir slökkviliðsmenn slökkva eld í flutningabíl í héraðinu Odesa eftir …
Úkraínskir slökkviliðsmenn slökkva eld í flutningabíl í héraðinu Odesa eftir árás Rússa í gær. AFP/Oleksandr Gimanov

Hersveitir Rússa drápu að minnsta kosti fjóra í umfangsmiklum loftárásum á orkuinnviði í Úkraínu í nótt. Rauð viðvörun var gefin út í landinu vegna árásanna og fór rafmagn víða af.

Úkraínski flugherinn segir Rússa hafa skotið tíu flugskeytum og 81 árásardróna á landið frá þó nokkrum svæðum í Rússlandi. Úkraínumönnum tókst að skjóta niður fimm flugskeyti og 60 dróna.

Þetta er önnur nóttin í röð sem Rússar gera kröftuga árás sem þessa á Úkraínu.

Tveir af þeim sem voru drepnir í nótt, að sögn embættismanna, voru staddir í borginni Sapóritsjía og tveir í Kryvyi Rig þar sem flugskeyti lenti á hóteli.

Tveggja til viðbótar er saknað í síðarnefndu borginni og eru þeir „líklega undir rústunum“ að sögn héraðsstjórans Sergiy Lysak.

Selenski Úkraínuforseti.
Selenski Úkraínuforseti. AFP/Sergei Chuzavkov

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að Rússar hefðu skotið að minnsta kosti 127 flugskeytum og 109 árásardrónum í „einni stærstu árás Rússa“ á Úkraínu. 102 flugskeyti og 99 drónar voru skotnir niður, að sögn hershöfðingja hjá úkraínska flughernum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert