Veiða 20% skógarbjarna í Svíþjóð

Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur gefið út tæplega 500 leyfi til skógarbjarnaveiða.
Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur gefið út tæplega 500 leyfi til skógarbjarnaveiða. AFP

Sænska ríkisstjórnin gaf í síðustu viku út 486 leyfi til veiða skógarbirni í ár. Sú tala jafngildir um 20% af öllum skógarbjörnum í landinu.

Rúmlega 150 skógarbirnir höfðu verið veiddir síðdegis á fimmtudag. Veiðarnar hófust daginn áður.

Hefur fækkað um 40%

Skógarbirnir urðu nær útdauðir á þriðja áratug síðustu aldar. Árið 2008 voru þeir flestir, eða um 3.300 talsins. Síðan þá hefur þeim fækkað um 40% og voru þeir í ár um 2.400 talsins.

Í frétt breska blaðsins The Guardian kemur fram að þeir verði orðnir 1.400 talsins á næsta ári ef fram fer sem horfir.

Sænska ríkisstjórnin telur þann fjölda vera lágmarkið sem nauðsynlega þarf til þess að viðhalda lífvænlegum stofni.

722 veiddir í fyrra

Jonas Kindberg, rannsakandi hjá sænska landbúnaðarháskólanum, segir að til þess að halda stofninum stöðugum, með um 2.400 skógarbjörnum, sé aðeins hægt að veiða um 250 þeirra árlega.

Alls voru 722 skógarbirnir veiddir í Svíþjóð á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert