Forstjóri Telegram ákærður

Dúrov má ekki yfirgefa Frakkland.
Dúrov má ekki yfirgefa Frakkland. Steve JENNINGS / GETTY IMAGES NORTH AMERICA / AFP

Pavel Dúrov, forstjóri Telegram, hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í tengslum við samskiptaforritið. 

Hann var handtekinn á sunnudag þegar hann lenti í Frakklandi en hann var að koma frá Bakú í Aserbaídsjan.

Gefin hafði verið út handtökuskipan vegna rannsóknar á meintum brotum Telegram sem fela meðal annars í sér samskipti notenda í tengslum við eiturlyfjasmygl, neteinelti, skipulagða glæpastarfsemi og vettvang fyrir umræðu um hryðjuverk. 

Þá er Dúrov meðal annars ákærður fyrir að hafa ekki haft nein afskipti af glæpsamlegri notkun á samskiptaforritinu. 

Ákæran var gefin út í dag af frönskum dómstólum. Dúrov verður frjáls ferða sinna gegn því að greiða tryggingu upp á fimm milljónir evra eða því sem nemur 763 milljónum króna. Auk þess þarf hann að mæta á lögreglustöð tvisvar í viku og er ekki heimilt að yfirgefa Frakkland þar til búið er að dæma í málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert