Tíu Palestínumenn drepnir á Vesturbakkanum

Ísraelskur hermaður að störfum í flóttamannabúðunum Nur Shams skammt frá …
Ísraelskur hermaður að störfum í flóttamannabúðunum Nur Shams skammt frá borginni Tulkarem á Vesturbakkanum í morgun. AFP/Jaafar Ashtiyeh

Að minnsta kosti 10 Palestínumenn voru drepnir þegar Ísraelar réðust inn og gerðu loftárásir á þó nokkur svæði á norðurhluta Vesturbakkans.

Talsmaður Rauða krossins greindi frá þessu.

Tveir Palestínumenn voru drepnir í borginni Jenin, fjórir aðrir í þorpi í nágrenninu og fjórir til viðbótar í flóttamannabúðum skammt frá bænum Tubas, sagði Ahme Jibril frá Rauða krossinum. Hann bætti við að 15 til viðbótar hefðu særst.

Ísraelsher sagðist snemma í morgun hafa hafið „aðgerð til að stöðva hryðjuverkastarfsemi í Jenin og Tulkarm“ á norðurhluta Vesturbakkans.

-
- AFP/Jaafar Ashtiyeh

Tveir dagar eru liðnir síðan Ísraelar sögðust hafa gert loftárás á Vesturbakkann, sem palestínsk yfirvöld sögðu að hefði orðið fimm að bana.

Átök á Vesturbakkanum hafa aukist samhliða stríðinu á Gasasvæðinu og hafa yfir 640 Palestínumenn verið drepnir af ísraelskum hermönnum og landnemum síðan Hamas gerði árásina á Ísrael 7. október í fyrra, samkvæmt tölum AFP sem byggja tölum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu.

Að minnsta kosti 19 Ísraelar hafa verið drepnir í árásum Palestínumanna á sama tímabili, að sögn ísraelskra embættismanna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert