Fellibylur veldur usla í Japan

Fellibylurinn Shanshan skall á Japan í dag.
Fellibylurinn Shanshan skall á Japan í dag. AFP

Fellibylurinn Shanshan reið yfir eyjuna Kyushu sunnan við Japan í dag en hann er einn sá kröftugasti sem skollið hefur á svæðinu síðustu áratugi með vindhviðum allt að 252 kílómetrum á klukkustund.

Eins er saknað og hafa tveir slasast alvarlega. 

Yfirvöld hafa gefið út viðvörun vegna skyndiflóða og skriðufalla og ráðlagt meira en fimm milljónum manns að yfirgefa svæðið. Ekki er ljóst hve margir hafa yfirgefið svæðið.

Fjölda innlendra og alþjóðlegra flugferða hefur verið aflýst vegna óveðursins sem og ferðum hraðlestanna. Einnig stöðvaði bílaframleiðandinn Toyota framleiðslu í 14 verksmiðjum vegna veðursins.

Flóð í borginni Yufu.
Flóð í borginni Yufu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert