Grunaður um ofbeldi í garð sonar síns

Barnsmóðir Dúrov lagði fram kæru í fyrra vegna meintra brota.
Barnsmóðir Dúrov lagði fram kæru í fyrra vegna meintra brota. Steve JENNINGS / GETTY IMAGES NORTH AMERICA / AFP

Forstjóri Telegram, Pavel Dúrov, heyrir nú undir rannsókn vegna meintra ofbeldisbrota í garð barns síns. Þetta herma heimildir AFP-fréttastofunnar.  

Dúrov var handtekinn fyrr í vikunni í París vegna rannsóknar á meintum brotum Telegram sem fela meðal annars í sér samskipti notenda er varða eiturlyfjasmygl, neteinelti, skipulagða glæpastarfsemi og vettvang fyrir umræðu um hryðjuverk. 

Þá er Dúrov sakaður um að hafa ekki haft nein afskipti af glæpsamlegri notkun á samskiptaforritinu en Telegram skuldbindur sig að gefa aldrei upp upplýsingar um notendur sína. 

Sonur Dúrov býr nú með móðir sinni í Sviss en hún lagði fram kæru á hendur Dúrov í fyrra vegna meintra ofbeldisbrota í garð sona þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert