Herða eftirlit með hnífaburði

Nancy Faeser innanríkisráðherra Þýskalands.
Nancy Faeser innanríkisráðherra Þýskalands. AFP

Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, tilkynnti áform stjórnvalda um að herða eftirlit með hnífaburði og takmarka stuðning stjórnvalda við ólöglega innflytjendur.

Áformin koma í kjölfar þess að sýrlenskur karlmaður játaði að hafa framið hnífaárás í borginni Solingen í Þýskalandi á föstudag þar sem þrír létust og átta særðust.

Kalla eftir harðari viðbrögðum

Árásin hefur ýtt undir umræðuna um innflytjendamál í Þýskalandi og hefur almenningur kallað eftir harðari viðbrögðum hjá stjórnvöldum.

Þá verður bannað að bera hnífa á hátíðum, langferðalestum, íþróttaviðburðum og öðrum álíka opinberum viðburðum.

Faeser tilkynnti einnig að Þýskaland muni neita bótagreiðslum til farandfólks sem fyrirhugað er að vísa til annarra landa í Evrópusambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert