Hollenskur ferðamaður fannst látinn á Grikklandi

Leitin af konunni stóð yfir í átta daga.
Leitin af konunni stóð yfir í átta daga. AFP/Manolis Thravalos

Gríska lögreglan greindi frá því í dag að hollenskur ferðamaður hefði fundist látinn á grísku eyjunni Samos. Konan hét Brigitte van Gennip og var 65 ára gömul. 

Konunnar hefur verið saknað frá 22. ágúst. Leitin að henni var flókin, en belgískur ferðamaður fann lík hennar í gljúfri langt frá þeim stað sem farsími hennar var síðast staðsettur.

Sjö ferðamenn látist vegna hita 

Hollensk yfirvöld sendu hóp af björgunarmönnum ásamt átta hundum til Samos til að hjálpa grískum starfsbræðrum sínum að finna konuna.

Að sögn lögreglu er ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Í sumar hafa að minnsta kosti sjö erlendir ferðamenn látist á vinsælum grískum eyjum vegna mikils hita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert