Skilaboð ABBA til Trumps: Ekki spila okkar tónlist

ABBA er ein vinsælasta hljómsveit allra tíma.
ABBA er ein vinsælasta hljómsveit allra tíma. AFP

Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, notar tónlist hinnar heimsfrægu hljómsveitar ABBA í kosningabaráttu sinni og það eru meðlimir sænsku poppsveitarinnar alls ekki sáttir við.

Frá þessu er greint í sænska blaðinu Svenska Dagbladet en blaðamenn á vegum blaðsins voru viðstaddir kosningafund Trump í Minnesota-fylki í síðasta mánuði þar sem meðal annars var spilað lagið, The Winner Takes It All.

Plötufyrirtækið Universal Music krefst þess nú að þessu verði hætt.

„Ásamt meðlimum Abba höfum við komist að því að myndbönd hafa verið gefin út þar sem tónlist Abba hefur verið notuð á viðburði Trumps og höfum beðið um að slík notkun verði tafarlaust fjarlægð,“ segir plötuútgefandi Abba,“ í svari til blaðsins.

Plötufyrirtækið útskýrir að það hafi ekki verið beðið um leyfi eða gefið grænt ljós á notkun á tónlist ABBA á kosningafundum Trumps.

Tónlistamennirnir Celine Dion, Bruce Springsteen og Neil Young hafa gert svipaðar kröfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert