ESB hyggst þjálfa 75 þúsund úkraínska hermenn

Þjálfun hermanna á úkraínskri grundu hefur verið umdeild.
Þjálfun hermanna á úkraínskri grundu hefur verið umdeild. AFP/Justin Tallis

Evrópusambandið (ESB) hyggst þjálfa 75 þúsund úkraínska hermenn, að sögn Josep Borrell, utanríkismálastjóra sambandsins, en æfingarnar munu þó ekki fara fram á úkraínskri grundu. 

ESB hafði áður sett sér markmið um að þjálfa 60 þúsund hermenn á þessu ári, en í ljósi áframhaldandi átaka í Úkraínu vill sambandið auka framlag sitt um 15 þúsund, þessi ákvörðun var samþykkt á fundi varnarmálaráðherra í Brussel í dag.

Þjálfun hermanna í Úkraínu hefur hins vegar verið umdeild.

Nokkur ríki, þar á meðal Eistland, Frakkland og Svíþjóð, styðja þjálfun hermanna í Úkraínu, en önnur ríki, eins og Ungverjaland, vilja ekki hafa evrópska hernaðarviðveru í landi sem er í stríði, að sögn diplómata hjá ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka