Játar sekt sína og er sviptur læknaleyfi

Mark Chavez hefur samþykkt að játa sekt sína.
Mark Chavez hefur samþykkt að játa sekt sína. AFP/Robyn Beck

Læknirinn Mark Chavez hefur samþykkt að játa sekt sína í tengslum við dreifingu á ketamíni sem dró hinn ástsæla leikara Matthew Perry til dauða. Hann hefur verið sviptur lækningaleyfi.

Chavez hefur játað því að hafa verið samsekur og var látinn laus gegn 50 þúsund dollara tryggingu, eða rúmlega 7 milljónir íslenskra króna, við dómstól í Los Angeles.

Chavez er einn af fimm sem eiga yfir höfði sér ákæru frá bandaríska alríkinu vegna harmleiksins í október 2023, þar sem Perry fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles, en þá fannst banvænt magn af ketamíni í blóðinu hans.

Þrír játa sök en tveir neita

Aðstoðamaður Perry og kunningi hans eru einnig talinn samsek og hafa nú þegar samþykkt að játa sök. 

Salvador Plasencia, annar læknir sem hefur verið tengdur málinu, er sakaður um að hafa keypt ketamín af Chavez og selt það til Perry á óvenjulega háu verði. Jasveen Sangha, sem hefur verið kölluð ketamín drottningin, er sökuð um að hafa selt Perry þann skammt sem leiddi til dauða hans.

Bæði Plasencia og Sangha hafa neitað sök og eiga að mæta í réttarhöld í október, þar sem þau gætu átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert