Konungur Maóra á Nýja-Sjálandi er látinn

Tuheitia, til vinstri, árið 2015 ásamt Karli, þáverandi Bretaprins og …
Tuheitia, til vinstri, árið 2015 ásamt Karli, þáverandi Bretaprins og Kamillu hertogaynju. AFP/Hagen Hopkins

Konungur Maóra, frumbyggja á Nýja-Sjálandi, lést í morgun eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð.

Tuheitia konungur lést friðsamlega, 69 ára að aldri, umkringdur fjölskyldu sinni nokkrum dögum eftir að hafa fagnað því að 18 ár voru liðin síðan hann var krýndur.  

Tuheita var sameiningartákn Maóra og var helsta hlutverk hans að koma fram á hátíðlegum stundum. Á meðan hann var konungur talaði hann um það bil einu sinni á ári opinberlega.

Frumbyggjar syrgja konunginn í bænum Ngaruawahia á Nýja-Sjálandi.
Frumbyggjar syrgja konunginn í bænum Ngaruawahia á Nýja-Sjálandi. AFP/DJ Mills

Samt sem áður var hann mikilvægur hluti af arfleifð frumbyggja á Nýja-Sjálandi. Meðal annars barðist hann fyrir því að draga úr háu hlutfalli frumbyggja sem eru fangelsaðir í landinu.

„Mikil sorg fylgir dauða Tuheitia konungs,” sagði talsmaður hans, Rahui Papa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert