Ung stúlka lést í eldflaugaárás Rússa

Fjórir eru látnir í hið minnsta eftir eldflaugaárás Rússa.
Fjórir eru látnir í hið minnsta eftir eldflaugaárás Rússa. AFP

Sex eru látnir og 55 særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Karkív í austurhluta Úkraínu fyrr í dag. Einn hinna látnu er 14 ára gömul stúlka að sögn úkraínskra stjórnvalda.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti kallaði í kjölfar árásarinnar eftir auknum stuðning frá bandamönnum sínum til að styrkja loftvarnarkerfi Úkraínu.

„Við þurfum að innleiða loftvarnasamninga fyrir Úkraínu. Þetta snýst um að bjarga mannslífum,“ segir hann í færslu á samfélagsmiðlinum X.

Karkív er næst stærsta borg Úkraínu, en hún er um 40 kílómetrum frá rússneska landamærunum. Hafa Rússar gert fjölda árása á borgina frá því að innrás þeirra hófst í febrúar 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert