Íslensk kona ákærð í stóru fíkniefnamáli í Færeyjum

Mynd úr safni af hassi.
Mynd úr safni af hassi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm einstaklingar hafa verið ákærðir í stóru fíkniefnamáli í Færeyjum, þar á meðal er íslensk kona.

Færeyskir miðlar greindu frá þessu í gær, en DV greindi fyrst frá íslenskur miðla. 

Einstaklingarnir eru ákærðir fyrir að hafa smyglað 23 kílóum af hassi og 3,8 kílóum af amfetamíni til Færeyja með seglskútu. 

Um er að ræða tvær konur, önnur íslensk og hin dönsk, tvo danska karlmenn og einn Færeying. Sá síðast nefndi átti að taka við fíkniefnunum við komuna til landsins. 

Þau voru öll handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 

Þau neita öll sök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert