Oasis-aðdáendur í klandri

Erfitt hefur reynst aðdáendum hljómsveitarinnar Oasis að næla sér í …
Erfitt hefur reynst aðdáendum hljómsveitarinnar Oasis að næla sér í miða á endurkomutónleika þeirra. AFP

Erfitt hefur reynst aðdáendum hljómsveitarinnar Oasis að næla sér í miða á endurkomutónleika þeirra næsta sumar.

Búist var við mikill aðsókn á tónleikana enda eflaust ein frægasta hljómsveit Bretlands og ein frægustu hljómsveitarslit seinni tíma, en bræðurnir Liam og Noel Gallagher hafa eldað grátt silfur í um 15 ár.

Sumir nr. milljón í röðinni

Aðdáendur kveðast hafa lent í vandræðum með kaup á miðum hjá þremur miðasölum: Ticketmaster, See Tickets og Gigsandtour og áttu margir þegar í vandræðum með að komast á vefsíðurnar áður en opnað var fyrir söluna klukkan 9 á breskum tíma í morgun.

Kveðast sumir aðdáendur hafa upplifað að vera nr. milljón í röðinni innan nokkurra mínúta frá því að sala hófst og jafnvel að hafa verið settir „í röð fyrir röðina.“

Forsala hófst í gærkvöldi og hafði fólk þrjár klukkustundir til að kaupa miða. Hljómsveitin sendi frá sér viðvör­un um end­ur­sölu á miðum í kjölfarið en miðar voru sett­ir á end­ur­sölusíður inn­an nokkra mín­útna eft­ir að for­salan hófst, og var verð þeirra búið að hækka allverulega. 

Reknir úr röðinni fyrir að vera vélmenni

Sumir aðdáendur segjast hafa verið reknir út úr röðinni eftir að hafa fengið skilaboð  um að þau væru vélmenni, sumir eftir tveggja tíma bið. 

Ticketmaster gáfu frá sér yfirlýsingu í gær og biðluðu til fólks að sýna þolinmæði.

"Eins og við var að búast er Oasis mjög vinsæl hljómsveit. Við erum að vinna úr pöntunum eins fljótt og auðið er svo vinsamlegast haldið ykkur stað í röðinni."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka