Rapparinn Fatman Scoop látinn

Fatman Scoop lést í gær.
Fatman Scoop lést í gær. AFP

Fatman Scoop, bandarískur rappari, er látinn 53 ára að aldri.

BBC greinir frá þessu.

Þar segir að Scoop hafi hnígið niður á tónleikum í gær í Connecticut í Bandaríkjunum en talsmaður hans staðfesti þetta við fréttastofuna.

Scoop var hálfnaður með flutninginn sinn á tónleikunum þegar hann hneig niður á sviðinu í bænum Hamden. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.

Rapparinn kom til Íslands árið 2005 og tróð upp á skemmtistaðnum Sjallanum á Akureyri og á Broadway í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka