Tveir látnir eftir árás á götuhátíð í Lundúnum

Hátíðin í Notting Hill fór fram um síðustu helgi.
Hátíðin í Notting Hill fór fram um síðustu helgi. AFP

Tvö létu lífið eftir að ráðist var á þau á Notting Hill-hátíðinni í Lundúnum um síðustu helgi.

Árásirnar eru aðskildar en lögreglan í Lundúnum hefur ákært tvo menn sem eru grunaðir um að hafa framið þær.

Hin látnu eru annars vegar móðir sem var með barninu sínu á hátíðinni og hins vegar kokkur sem vann áður fyrir stjörnukokkinn Gordon Ramsay. Hann tók ekki þátt í hátíðarhöldunum samkvæmt lögreglunni.

Lögreglan greindi frá því fyrr í vikunni að átta manns hefðu orðið fyrir hnífstunguárásum og nokkur hundruð handtekin á meðan á hátíðarhöldunum stóð.

Hátíðin er ein stærsta götuhátíð í Evrópu og er haldin í Notting Hill hverfinu til að fagna karabískri menningu. Hátíðin hefur verið vinsæl um áraraðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka