Boða allsherjarverkfall í Ísrael

Mótmælendur í Ísrael.
Mótmælendur í Ísrael. AFP

Þúsundir mótmæla víða í Ísrael eftir að ísraelskir hermenn sóttu lík sex gísla sem hryðjuverkasamtökin Hamas hafa haldið á Gasa-svæðinu frá árásunum 7. október.

Verkalýðsfélagið Histadrut boðaði til allsherjarverkfalls í landinu á morgun og hvatti stjórnvöld til að semja um björgun gíslanna sem samtökin tóku í árásunum á síðasta ári.

Í félaginu eru um 800 þúsund manns en verkfallið á að standa í einn dag og byrja kl. 6 að staðartíma.

Þúsundir mótmæla víðsvegar um Ísrael.
Þúsundir mótmæla víðsvegar um Ísrael. AFP

Mótmæla við skrifstofu forsætisráðherra

Nokkrum klukkustundum eftir að verkalýðsfélagið boðaði verkfallið fóru menn að krefjast samninga um björgun gíslanna.

Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan skrifstofu Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra.

Fyrirhugað verkfall á að hefjast á morgun.
Fyrirhugað verkfall á að hefjast á morgun. AFP

Í Tel Avív gengu menn með grímur af Netanjahú og sungu:

„Lifandi, lifandi, við viljum þau lifandi.“

Yotam Peer er viðstaddur mótmælin en 21 árs gamall bróðir hans var myrtur 7. október í árásum Hamas-samtakanna. Hann sagði í samtali við BBC að Ísraelsmenn geti ekki þagað lengur. Þeir hafi ekkert val.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka