Búið að samþykkja lausn nokkurra gíslanna

Jonathan Polin og Rachel Goldberg, foreldrar Hersh Goldberg-Polin, sem fannst …
Jonathan Polin og Rachel Goldberg, foreldrar Hersh Goldberg-Polin, sem fannst látinn í gær. Óvíst er hvort hann hafi verið einn þeirra sem átti að láta lausann. AFP

Háttsettur einstaklingur innan hryðjuverkasamtakanna Hamas greindi frá því í dag að „samþykkt“ hefði verið að nokkrir gíslanna sem fundust látnir á Gasa í gær væru látnir lausir ef samkomulag um vopnahlé næðist. 

Þessu greindi embættismaðurinn frá í samtali við AFP-fréttaveituna og sagði að fyrirhugað var að láta gíslana lausa í skiptum fyrir palestínska fanga. 

Hin látnu eru Car­mel Gat, Eden Yerus­hal­mi, Hersh Gold­berg-Pol­in, Al­ex­and­er Lobanov, Almog Sar­usi og Ori Dan­ino, fjór­ir karl­menn og tvær kon­ur. Þau voru öll tek­in í gíslíngu í hryðju­verka­árás Ham­as hinn 7. októ­ber í suður­hluta Ísra­els. 

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, sór að „jafna met­in“ við Ham­as vegna dauða fólksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert