Komu í veg fyrir „stórfellda“ árás

Sergei Sobjanin, borgarstjóri Moskvu, sagði að tíu drónar hefðu verið …
Sergei Sobjanin, borgarstjóri Moskvu, sagði að tíu drónar hefðu verið skotnir á nokkrum stöðum í borginni. AFP/Alexander Nemenov

Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að komið hefði verið í veg fyrir „stórfellda“ árás úkraínska hersins á 14 svæðum í Rússlandi. Árásin beindist að orku– og eldsneytisverksmiðjum. 

„Það er fullkomlega réttlætanlegt fyrir Úkraínumenn að bregðast við rússneskum hryðjuverkum með öllum nauðsynlegum ráðum,“ sagði í færslu Volódimírs Selenskís Úkraínu­for­seta á Facebook. 

Sergei Sobjanin, borgarstjóri Moskvu, sagði að tíu drónar hefðu verið skotnir niður á nokkrum stöðum í borginni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka