Þrír lögreglumenn létust í árás á Vesturbakkanum

Í yfirlýsingu frá viðbragðsaðilum sagði að um „alvarlega árás“ hefði …
Í yfirlýsingu frá viðbragðsaðilum sagði að um „alvarlega árás“ hefði verið að ræða. AFP/Hazem Bader

Ísraelska lögreglan greinir frá því að þrír einstaklingar sem létust í skotárás í morgun á Vesturbakkanum hafi verið lögreglumenn. 

Tveir karlmenn og ein kona létust. 

Í yfirlýsingu frá viðbragðsaðilum sagði að um „alvarlega árás“ hefði verið að ræða. 

Itamar Ben Gvir, öryggismálaráðherra Ísraels, heimsótti vettvang árásarinnar og kallaði eftir því að fleiri eftirlitsstöðvar yrðu settar upp á svæðinu. 

„Rétturinn til lífs (Ísraelsmanna) er mikilvægari en frelsi Palestínumanna,“ sagði hann við fjölmiðla á staðnum. 

„Í staðinn fyrir að frelsa hryðjuverkamenn, skjóttu þá í höfuðið.“

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP/Hazem Bader

Umfangsmikil aðgerð Ísraelhers

Umfangsmikil aðgerð Ísraelshers hófst á Vesturbakkanum á miðvikudag. Sprengjur og skothríð heyrðust í Jenín–borg í morgun. 

Að minnsta kosti 22 Palestínumenn hafa látist í aðgerðinni, þar á meðal 14 Hamas–liðar. 

Frá því á föstudag hefur Ísraelsher beint aðgerð sinni að flóttamannabúðum í Jenín. 

Um 650 Palestínumenn hafa látist á Vesturbakkanum frá því að stríðið hófst 7. október og að minnsta kosti 23 Ísraelsmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert