Ellefu fórust í flóðum og aurskriðum

Björgunarfólk að störfum á Filippseyjum.
Björgunarfólk að störfum á Filippseyjum. AFP

Ellefu manns hafa farist í flóðum og aurskriðum á Filippseyjum í kjölfar hitabeltisstorms sem hefur haft í för með sér mikla rigningu í tvo daga.

Stormurinn Yagi gekk yfir stærstu eyju Filippseyja, Luzon, í morgun eftir að hafa farið yfir Bicol-hérað suðaustur af höfuðborginni Manila í nótt.  

Spáð er áframhaldandi rigningu á Filippseyjum og hefur veðurstofa landsins varað við flóðum og aurskriðum.

Ungmenni vaða í miðju flóði í Manila-flóa.
Ungmenni vaða í miðju flóði í Manila-flóa. AFP/Jam Starosa

Skólum og ríkisstofnunum í Manila var lokað í morgun vegna óveðursins, auk þess sem ferjusiglingum og flugferðum var aflýst.

Á meðal þeirra sem fórust var ófrísk kona sem lenti undir aurskriðu í Antipolo, skammt frá Manila.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert